Lífið

Alice Cooper opnar kristilega félagsmiðstöð

Þungarokkarinn gamalreyndi Alice Cooper hefur komið hörðustu aðdáendum sínum í opna skjöldu með nýjasta uppátæki sínu. Hinn sjálftitlaði Myrkraprins beitir nú kröftum sínum í að reisa kristilega félagsmiðstöð fyrir táninga á villigötum. Auk kristninnar ætlar Alice að notast mikið við tónlist til að beina unglingum frá óheilbrigðu líferni. Meðal þess sem í stöðinni verður að finna er hljóðver og hljómleikaaðstaða. Cooper stefnir að því að opna stöðina í Phoenix í Bandaríkjunum í nóvember.

Rokkarinn er heimsþekktur fyrir tónlist sína og krassandi tónleika. Meðal þess sem sett hefur verið á svið á tónleikum hans er aftaka munka, lifandi snákar og reiðinnar býsn af gerviblóði.

Cooper lýsti því yfir fyrir tveimur áratugum að hann hefði frelsast og hætt eiturlyfjaneyslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×