Innlent

Kona festi bíl sinn í á - þyrla kom á staðinn og bjargaði henni

MYND/Robert

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Jökulheima til þess að aðstoða við björgun á konu sem fest hafði bíl sinn í á á svæðinu. Konuna sakaði ekki og þurfti ekki læknishjálp. Farið var með hana í nálægan skála þar sem hún hvílist.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var konan ásamt manni sínum í bílnum þegar hann festist. Maðurinn synti í land til að kalla á hjálp en konan varð eftir. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom fyrst á vettvang og hífði konuna upp úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×