Erlent

Sarkozy uppljóstrar borgunarmenn sumarleyfis síns

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur tjáð frönskum blöðum að hann dvaldi í glæsihýsi í Bandaríkjunum á kostnað tveggja auðugra fjölskyldna í sumarleyfi sínu. Leigan á villunum hljóðaði upp á rúmar fjórar miljónir íslenskra króna og komu þær úr vasa Cromback og Agostinelli fjölskyldnanna.

Franska pressan hefur þrýst mikið á Sarkozy að uppljóstra kostnað við leyfið hans og hvaðan peningarnir hefðu komið.

Húsið sem Sarkozy dvaldi í er í eigu Mike Appe, framkvæmdastjóra Microsoft. Þrátt fyrir að þessi tveggja vikna Bandaríkjadvöl forsetans hefði mælst misjafnlega fyrir telja margir að hún hafi styrk pólitískt samband Frakklands og Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×