Innlent

Milljón en ekki 400 þúsund tonn árlega

Árni Finnsson
Árni Finnsson

„Ég skil ekki af hverju Ólafur Egilsson notar ekki hærri tölur. Það væri ærlegra tel ég,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni telur þá tölu sem kom fram í Fréttablaðinu í gær of lága en þar segir að útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum verði um 400 þúsund tonn af útblæstri á hverju ári.

„Ég hringdi til Svíþjóðar og athugaði hve mikið hafði verið úthlutað til nýrrar olíuhreinsunarstöðvar þar og það var 120 þúsund tonn á hver milljón tonn sem eru framleidd. Það sinnum átta komma fimm milljón tonna framleiðsla á ári, líkt og áætlað er að framleiðsla verksmiðjunnar á Vestfjörðum verði, gerir um það bil milljón tonn á ári af útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir Árni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×