Innlent

Pálmi, Jón Ásgeir og Shearer vilja kaupa Newcastle

Alan Shearer er ein skærasta stjarna Newcastle fyrr og síðar.
Alan Shearer er ein skærasta stjarna Newcastle fyrr og síðar.

Eins og greint var frá á Vísi hafa athafnamennirnir Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hug á því að gera kauptilboð í enska knattspyrnuliðið Newcastle. Viðræður munu vera langt komnar án þess að skrifað hafi verið undir samning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var svo greint frá því að Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle, sé með þeim félögum í liði.

Pálmi Haraldsson vildi í samtali við Vísi hvorki játa því né neita að hann ætti í viðræðum við núverandi eiganda um kaup á félaginu. „Newcastle er flottur klúbbur, með flottan stjóra og ég hef haldið lengi með liðinu," sagði Pálmi og hló.

Mike Ashley, er eigandi íþróttavöruverslana í Bretlandi og hann keypti Newcastle í júní síðastliðinn. Ekki er ólíklegt að Ashley þekki til þeirra Pálma og Jóns Ásgeirs, enda hafa þeir verið áberandi í smávöruverlsun á Bretlandi síðustu misserin. Ashley keypti meirihluta í Newcastle á 134 milljónir punda í lok maí. Þess má geta að Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson keyptu knattspyrnuliðið West Ham í nóvember á síðasta ári fyrir 85 milljónir punda.

Jón Ásgeir Jóhannesson.

Í síðustu viku greiddi Ashley niður 30 milljónir punda af 80 milljón punda láni sem hvíldi á félaginu. Þetta er talið gefa því undir fótinn að hann sé að reyna að gera félagið söluvænlegra í augum fjárfesta.

Newcastle er gríðarlega sterkt knattspyrnufélag, það 13. stærsta í heiminum í dag. Stuðningsmenn félagsins eru mjög hollir sínum mönnum og yfirleitt er yfirfullt á velli félagsins, St. James' Park.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×