Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar 20. ágúst 2007 15:58 Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.Maðurinn sem um ræðir er tamningarmaður og á myndbandinu sést hann lemja hest ítrekað í andlit og kvið. Atvikið átti sér stað við bæinn Vatnsenda í Kópavogi þann 15. apríl. Myndbandið tók vegfarandi sem ofbauð aðfarir tamningarmannsins og vöktu myndirnar mikið umtal fyrr á árinu.Héraðsdýralæknir Gullbringu- og kjósarsýslu kærði barsmíðarnar til lögreglunnar í byrjun maímánaðar þar sem hann taldi þær augljós brot á dýraverndunarlögum. Lögreglan hefur nú sent dýralækninum bréf þar sem segir að hún hafi komist þeirri niðurstöðu að ákæra ekki tamningarmanninn þar sem ólíklegt er talið að það leiði til sakfellingar.Sif Traustadóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir ákvörðun lögreglunnar vekja furðu meðal dýralækna. „Fólk er almennt mjög hneykslað á þeirri ákvörðun," segir Sif og vísar meðal annars til sönnunargagna í málinu og þess að vitað sé hver hafi verið þarna að verki.Sif segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem máli af þessu tagi sé vísað frá á þessum grundvelli. „Það hlýtur að vera einhvers staðar eitthvað ekki í lagi. Annaðhvort er lögreglan ekki að standa sig eða löggjöfin er eitthvað broguð, segir Sif.Flýta verði endurskoðun dýraverndunarlagaSif bendir á að ríkisstjórnin hafi þegar samþykkt að endurskoða dýraverndunarlöggjöfina. Sumarfundur Dýralæknafélags Ísland, sem haldinn var um helgina, hvetur umhverfisráðherra til að skipa strax í nefnd til að endurskoða lögin og segir Sif að sú krafa sé mjög skýr, ekki síst í ljósi ákvörðunar lögreglunnar.Hún bendir á að dýraverndunarmál heyri nú bæði undir landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti en það sé mun betra að málaflokkurinn heyri undir eitt ráðuneyti. Í því sambandi samþykkti stjórn Dýralæknafélagsins um helgina ályktun þar sem fram kemur að dýralæknar vilja að í endurskoðuðum dýraverndarlögum verði tryggt að:1. Öll dýr skulu eiga kost á almennri heilbrigðisþjónustu og að þjáningar þeirra verði linaðar og/eða lífi þeirra bjargað innan tilskilins tíma nema óviðráðanlegar ástæður hamli, s.s. náttúruhamfarir, veður, óbyggðir og því um líkt.2. Að málaflokkurinn verði vistaður á stofnun þar sem dýralæknir fer með yfirumsjón dýraverndarmála og fagleg vinna varðandi mat á líðan dýra verði unnin af dýralækni og/eða dýraatferlisfræðingi frá viðurkenndum háskóla.3. Að ákæruvaldið geti ekki ákveðið að falla frá ákæru nema efnislegar ástæður liggir fyrir.„Í dag er enginn dýralæknir að mér vitandi starfandi hjá umhverfisráðuneytinu eða Umhverfisstofnun sem á að vera með umsjón með málaflokknum og það er ekki gott," segir Sif og leggur áherslu á að dýralæknar fái sinn fulltrúa í nefnd sem endurskoði dýraverndunarlögin.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira