Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:53 Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa. Innlent Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa.
Innlent Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira