Innlent

Stuðmenn biðja þjóðina afsökunar

Tómas Tómasson: "Vegna reynsluleysis og æsku minnar lét ég glepjast,"
Tómas Tómasson: "Vegna reynsluleysis og æsku minnar lét ég glepjast," MYND/Gunnar Andrésson

"Við Stuðmenn ætlum að biðja þjóðina afsökunar á síðustu tónleikum okkar sem greinilega hafa farið eitthvað þvert í þjóðarsálina," segir Tómas M. Tómasson bassaleikari Stuðmanna með tárin í augunum. "Við höfum alltaf verið vinsælir og ætlum okkur að vera það áfram."

Eins og kunnugt er af fréttum og umtali síðustu daga hefur bloggstormur af áður óþekktu umfangi skollið á hljómsveitina eftir þátttöku þeirra í afmælistónleikum Kaupþingsbanka um síðustu helgi.

Stuðmenn brydduðu upp á þeirri nýjung á tónleikum þessum að spila allir á hljóðgerfla flestum viðstöddum til talsverðrar geðshræringar. "Vegna reynsluleysis og æsku minnar lét ég glepjast," segir Tómas með klökkum rómi. "Ég mun aldrei aftur snerta á hljóðgerfli."

Framundan, eða næstu helgi, eru hinir árlegu tónleikar Stuðmanna í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og þar verður allt með hefðbundum hætti. Auk þess munu Stuðmenn koma fram með hljómsveitinni Gildran á íþróttavellinum í Varmá annað kvöld í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar. Í tilkynningu um þá tónleika er sérstaklega tekið fram að Stuðmenn muni leika öll sín bestu lög í hefðbundnum útsendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×