Innlent

Útvarpsstjóri ekur á tvöfalt dýrari bíl en ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útvarpsstjóri hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta.
Útvarpsstjóri hefur einfaldan smekk og velur aðeins það besta. Mynd/ Stöð 2
Glæsibifreiðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur er meira en tvöfalt dýrari en bifreiðin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur til umráða.

Vísir greindi frá því í morgun að útvarpsstjóri ekur um á Audi Q7 bifreið.  Slík bifreið kostar rúmar níu milljónir króna. Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði vegna bílsins.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ekur hins vegar um á þriggja lítra Audi A6. Sú tegund er ekki framleidd lengur. Samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu Heklu kostar sambærilegur bíll rétt undir 4,5 milljónum sé hann keyptur nýr.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×