5 sem gætu tekið við af Robinson 23. ágúst 2007 10:44 Eftir hræðileg mistök Paul Robinson í leiknum gegn Þjóðverjum í gær eru Englendingar strax byrjaðir að líta í kring um sig eftir arftaka. Vísir fór á stúfanna og fann fimm markverði sem koma til greina sem næstu landsliðsmarkverðir Englendinga. David James Með: James var besti markmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra og á skilið annað tækifæri. Á móti: Á það til að gera slæm mistök eins og Robinson. Svo er hann 37 ára. Robert Green Með: Spilar alltaf best í stórum leikjum. Hefði verið með á síðasta heimsmeistaramóti ef ekki hefði verið fyrir meiðsli í nára. Á móti: Alveg eins og hann er þekktur fyrir að spila vel í stórum leikjum, þá er Green þekktur fyrir að vera í stundum í ruglinu. Þarf stöðugleika til að eiga sess í þessum klassa. Chris Kirkland Með: Var lengi efnilegur en virðist nú loksins vera að koma ferlinum almennilega af stað með Wigan. Hann er bara 26 ára og á öll sín bestu ár framundan. Á móti: Er sífellt að meiðast. Þarf að halda sér í heilum í dágóðan tíma til að sanna sig almennilega. Scott Carson Með: Sá líklegasti til að taka við af Robinson. Liverpool maðurinn er í láni hjá Aston Villa eftir að hafa verið eini ljósi punkturinn hjá fallistunum í Charlton í fyrra. Á móti: Er sífellt í hópnum en aldrei í liðinu. Hefur McClaren enga trú á honum? Joe Hart Með: Það eru miklar vonir bundnar við þennan tvítuga pilt hjá Manchester City. Er markmörður U21 árs landsliðs Englendinga. Á móti: Hefur aðeins einu sinni spilað með City. Hefur verið á láni hjá Tranmere og Blackpool. Ennþá of hrár fyrir landsliðið. Hvað með Schmeichel? Meira að segja Kasper Schmeichel gæti verið arftaki Robinson. Sonur Peter Schmeichel fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp í Englandi. Hann er með tvöfalt ríkisfang og á ennþá eftir að velja hvort hann vilji spila fyrir enska eða danska landsliðið. Pabbi hans lék 129 landsleiki fyrir Danmörk og er einn besti markvörður fyrr og síðar. Fulltrúar enska knattpsyrnu sambandsisn munu vera á leiðinni innan tíðar að ræða við Kasper og sjá hvort hann hafi hug á því að leika fyrir England. Ef svo er yrði fyrsta skrefið að velja hann í U21 árs landsliðið. Þar er fyrir varamarkvöðru hans hjá City Joe Hart. Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Eftir hræðileg mistök Paul Robinson í leiknum gegn Þjóðverjum í gær eru Englendingar strax byrjaðir að líta í kring um sig eftir arftaka. Vísir fór á stúfanna og fann fimm markverði sem koma til greina sem næstu landsliðsmarkverðir Englendinga. David James Með: James var besti markmaður úrvalsdeildarinnar í fyrra og á skilið annað tækifæri. Á móti: Á það til að gera slæm mistök eins og Robinson. Svo er hann 37 ára. Robert Green Með: Spilar alltaf best í stórum leikjum. Hefði verið með á síðasta heimsmeistaramóti ef ekki hefði verið fyrir meiðsli í nára. Á móti: Alveg eins og hann er þekktur fyrir að spila vel í stórum leikjum, þá er Green þekktur fyrir að vera í stundum í ruglinu. Þarf stöðugleika til að eiga sess í þessum klassa. Chris Kirkland Með: Var lengi efnilegur en virðist nú loksins vera að koma ferlinum almennilega af stað með Wigan. Hann er bara 26 ára og á öll sín bestu ár framundan. Á móti: Er sífellt að meiðast. Þarf að halda sér í heilum í dágóðan tíma til að sanna sig almennilega. Scott Carson Með: Sá líklegasti til að taka við af Robinson. Liverpool maðurinn er í láni hjá Aston Villa eftir að hafa verið eini ljósi punkturinn hjá fallistunum í Charlton í fyrra. Á móti: Er sífellt í hópnum en aldrei í liðinu. Hefur McClaren enga trú á honum? Joe Hart Með: Það eru miklar vonir bundnar við þennan tvítuga pilt hjá Manchester City. Er markmörður U21 árs landsliðs Englendinga. Á móti: Hefur aðeins einu sinni spilað með City. Hefur verið á láni hjá Tranmere og Blackpool. Ennþá of hrár fyrir landsliðið. Hvað með Schmeichel? Meira að segja Kasper Schmeichel gæti verið arftaki Robinson. Sonur Peter Schmeichel fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp í Englandi. Hann er með tvöfalt ríkisfang og á ennþá eftir að velja hvort hann vilji spila fyrir enska eða danska landsliðið. Pabbi hans lék 129 landsleiki fyrir Danmörk og er einn besti markvörður fyrr og síðar. Fulltrúar enska knattpsyrnu sambandsisn munu vera á leiðinni innan tíðar að ræða við Kasper og sjá hvort hann hafi hug á því að leika fyrir England. Ef svo er yrði fyrsta skrefið að velja hann í U21 árs landsliðið. Þar er fyrir varamarkvöðru hans hjá City Joe Hart.
Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira