Segir umsókn um rannsóknarleyfi í Gjástykki nærri þriggja ára gamla 31. ágúst 2007 15:47 MYND/Vísir Umsókn Landsvirkjunar vegna rannsóknarleyfis í Gjástykki í grennd við Mýtvatn var fyrst lögð fram í október 2004 og fyrirtækið hafði áður ýtt á eftir málinu, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að með ítrekunarbréfi Landsvirkjunar til iðnaðarráðuneytisins skömmu fyrir kosningar í vor hafi fyrirtækið aðeins verið að fylgja eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni. Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa óskað eftir því að umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis rannsaki hvers vegna leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki var veitt tveimur dögum fyrir kosningar í vor. Fram kom að iðnaðaráðuneytið hefði fengið ósk um leyfið tveimur dögum fyrr, eða 8. maí., en Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sagði þar á ferðinni ítrekunarbréf frá Landsvirkjun. Rannsóknarleyfið hefði verið tilbúið í ráðuneytinu og því hefði hann vel getað veitt það nokkrum vikum fyrr. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir umsókn fyrirtækisins um rannsóknarleyfi í Gjástykki, hafa fyrst verið senda ráðuneytinu 8. október 2004 og ýtt hafi verið á eftir málinu í langan tíma. Hann hafnar því að ítrekunarbréfið hafi verið sent vegna þess að kosningar voru í nánd og segir að það hefði verið óeðlilegt ef öll stjórnsýsla legðist á hliðina fyrir kosningar. „Það var ekkert annað í gangi en að fyrirtækið var að fylgja hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni," segir Þorsteinn. Umrætt jarðhitarannsóknarleyfi tengist orkuöflun fyrir hugsanlegt álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Landsvirkjun hefur þegar hafið borholurannsóknir að Þeistareykjum í samstarfi við orkufyrirtæki á Norðausturlandi. Þorsteinn segir að til standi að bora tvær minni tilraunaholur í Gjástykki í haust og stefnt sé að því að bora stærri könnunarholur sem hugsanlega yrðu notaðar til orkuöflunar á næsta ári. Samkvæmt viljayfirlýsingu við Alcoa sé ætlunin að ljúka öllum rannsóknaborunum á jarðhitasvæðunum fyrir árslok 2008 þannig að þá geti legið fyrir hvort ráðist verði í samninga um orkuöflun fyrir álver. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Umsókn Landsvirkjunar vegna rannsóknarleyfis í Gjástykki í grennd við Mýtvatn var fyrst lögð fram í október 2004 og fyrirtækið hafði áður ýtt á eftir málinu, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að með ítrekunarbréfi Landsvirkjunar til iðnaðarráðuneytisins skömmu fyrir kosningar í vor hafi fyrirtækið aðeins verið að fylgja eftir hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni. Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa óskað eftir því að umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis rannsaki hvers vegna leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki var veitt tveimur dögum fyrir kosningar í vor. Fram kom að iðnaðaráðuneytið hefði fengið ósk um leyfið tveimur dögum fyrr, eða 8. maí., en Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sagði þar á ferðinni ítrekunarbréf frá Landsvirkjun. Rannsóknarleyfið hefði verið tilbúið í ráðuneytinu og því hefði hann vel getað veitt það nokkrum vikum fyrr. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir umsókn fyrirtækisins um rannsóknarleyfi í Gjástykki, hafa fyrst verið senda ráðuneytinu 8. október 2004 og ýtt hafi verið á eftir málinu í langan tíma. Hann hafnar því að ítrekunarbréfið hafi verið sent vegna þess að kosningar voru í nánd og segir að það hefði verið óeðlilegt ef öll stjórnsýsla legðist á hliðina fyrir kosningar. „Það var ekkert annað í gangi en að fyrirtækið var að fylgja hagsmunum sínum gagnvart stjórnsýslunni," segir Þorsteinn. Umrætt jarðhitarannsóknarleyfi tengist orkuöflun fyrir hugsanlegt álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Landsvirkjun hefur þegar hafið borholurannsóknir að Þeistareykjum í samstarfi við orkufyrirtæki á Norðausturlandi. Þorsteinn segir að til standi að bora tvær minni tilraunaholur í Gjástykki í haust og stefnt sé að því að bora stærri könnunarholur sem hugsanlega yrðu notaðar til orkuöflunar á næsta ári. Samkvæmt viljayfirlýsingu við Alcoa sé ætlunin að ljúka öllum rannsóknaborunum á jarðhitasvæðunum fyrir árslok 2008 þannig að þá geti legið fyrir hvort ráðist verði í samninga um orkuöflun fyrir álver.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Sjá meira