Þjóðverjanna ákaft saknað 1. september 2007 08:30 Thomas hefði orðið 25 ára í dag, 1. september. Myndin er tekin í 4.206 metra hæð í Alpafjöllunum, á tindi fjallsins Alphubel árið 2006. Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svínafellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri einlægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á framfæri þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leitinni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjallgöngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ættingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhugamál hans í frítíma voru fjallgöngur og klifur og hafði hann því klifið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Mathias Hinz Mathias var 28 ára lögreglumaður og þrautreyndur fjallgöngumaður, rétt eins og vinur hans Thomas. Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjallahjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathiasar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomasar í minningarorðum sínum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Thomas Grundt, annar Þjóðverjanna tveggja, sem týndust á Svínafellsjökli fyrir mánuði, hefði orðið 25 ára í dag. Móðir hans, Brigitte Glinke, er hér á landi ásamt eiginmanni sínum og hélt austur að Svínafellsjökli í gær, en snýr aftur til Þýskalands á morgun. Hún vill koma á framfæri einlægu þakklæti fjölskyldunnar til allra sem tóku þátt í leitinni, sem er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið hér á landi. Barbara Hinz, móðir Mathiasar Hinz var einnig hér á landi í síðustu viku og hafði þá einnig komið á framfæri þökkum til leitarfólks. Ættingjar og vinir þeirra beggja fylgdust grannt með leitinni og þeirra er sárt saknað. Þeir hafa lengi verið góðir vinir og voru báðir þrautreyndir í fjallgöngum og ísklifri. Þeir komu til Íslands til að láta gamlan draum rætast, sem var að ganga á íslensk fjöll og jökla. Í minningarorðum, sem ættingjar þeirra beggja hafa sent frá sér, kemur fram að Mathias hafi verið lögreglumaður en Thomas fjarskiptarafeindafræðingur. „Mathias var áhugasamur um allt milli himins og jarðar,“ segja ættingjar hans í minningarorðum sínum um hann. „Helstu áhugamál hans í frítíma voru fjallgöngur og klifur og hafði hann því klifið mörg há fjöll og jökla. Draumur hans var að sjá og klífa íslensk fjöll.“ Mathias Hinz Mathias var 28 ára lögreglumaður og þrautreyndur fjallgöngumaður, rétt eins og vinur hans Thomas. Ættingjar Thomasar segja áhugamál hans hafa verið „fjallahjólreiðar, maraþon, fjallaklifur og ísklifur. Stærsta ósk hans var að stunda ísklifur á íslenskum jökli.“ Þeir komu til landsins 27. júlí og áttu pantað flugfar heim 17. ágúst. Fátt var vitað um ferðir þeirra en leit hófst 21. ágúst á Svínafellsjökli, þar sem tjöld þeirra fundust yfirgefin, og stóð í fimm daga. Aftur var hafin leit tveimur dögum síðar, en hún bar engan árangur. „Við óskum þess öll að þeir finni friðsæld í þessu fallega hvíta umhverfi. Við söknum hans ákaflega,“ segir fjölskylda Mathiasar. „Við óskum honum þess að hann finni hér frið og að við getum bráðum fengið hann heim,“ segja ættingjar og vinir Thomasar í minningarorðum sínum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira