Innlent

Dýrt að pissa í Reykjavík

Útikamar við Laugaveg. Mennirni hefur betur borgað tíkall en tíu þúsund krónur.
Útikamar við Laugaveg. Mennirni hefur betur borgað tíkall en tíu þúsund krónur. MYND/FE

Alls voru tuttugu og tveir einstaklingar sektaðir fyrir að kasta af sér hlandi á almannafæri í miðborginni í nótt. Mennirnir voru allir færðir á lögreglustöð og gert að greiða sekt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu allir undir sátt í málinu nema tveir. Þeir voru of ölvaðir og fengu að sofa úr sér í fangaklefa.

Að pissa á almannafæri telst vera brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Sekt vegna þess nemur tíu þúsund krónum. Því þurfa mennirnir alls að greiða 220 þúsund krónur í sekt fyrir að geta ekki haldið í sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×