Erlent

Páfi heimsækir kraftaverkamynd

Þúsundir kristinna pílagríma tóku vel á móti Benedikti páfa sextánda í bænum Mariazell í Austurríki í dag. Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. Pílagrímarnir létu ekki hellirigningu stoppa sig í að berja páfann augum og ganga með honum að altari helgimyndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×