Lífið

Blaðamenn fá byssuleyfi

Mikael Torfason: Stefnan sett á rjúpuveiðina í vetur.
Mikael Torfason: Stefnan sett á rjúpuveiðina í vetur.

Blaðamennirnir og félagarnir Mikael Torfason og Jakob Bjarnar Grétarsson eru nú saman á byssuleyfisnámskeiði hjá lögreglunni. Að sögn Mikaels er stefnan sett á rjúpuveiðina nú í upphafi vetrar. "Jakob Bjarnar er landeigandi austur á fjörðum eins og kunnugt er og á í máli gegn Landsvirkjun um vatnsréttindin. Hann er með mann á sínum snærum á Austfjörðum og þangað förum við í nóvember," segir Mikael.

Mikael segir að hann hafi farið í Vesturröst í dag til að kaupa sér byssu og viðeigandi galla. Þá kom í ljóst að hann er rétthentur en örveygður. "Já þetta er víst til en málið var leyst með því að setja neonrönd sem blekkir augað ofan á byssuna," segir Mikael. Vopnið sem Mikael hefur augastað á er spænsk tvíhleypa.

Í kvöld munu þeir félagar taka bóklega prófið í byssufræðunum og síðan það verklega á morgun. "Þetta er spennandi," segir Mikael. "Ég hef ekki farið í próf síðan ég tók bílprófið mitt hér í gamla daga."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×