Innlent

Vill loka klukkan tvö

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri Höfuðborgarsvæðisins, boðar stórhertar aðgerðir lögreglu í miðborginni. Hann vill láta takmarka opnunartíma skemmtistaða í miðbænum til klukkan tvö á nóttunni. Stefán segir að þeir staðir sem vilji hafa opið lengur verði að vera annarsstaðar í borginni. Þetta kom fram í máli Stefáns í Ráðhúsinu í dag á Miðborgarþingi sem nú stendur yfir.

Stefán segist vilja losna við vandræðaseggi úr miðbænum fyrir fullt og allt og segir hann lögregluna komna til að vera í miðbænum á nóttunni. Undanfarnar helgar hefur borið mun meira á lögreglunni í bænum en áður fyrr. Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir að löggæslumyndavélum verið fjölgað um átta í miðbænum í því augnamiði að efla öryggi borgaranna enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×