Innlent

Formaður Heimdallar kjörinn

Erla Ósk Ásgeirsdóttir gefur kost á sér til að sitja áfram sem formaður Heimdallar.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir gefur kost á sér til að sitja áfram sem formaður Heimdallar.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Heimdallar á komandi starfsári. Formaður verður kjörin á aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fer fram í Valhöll í dag kl. 18.00.

„Erla Ósk er núverandi formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, ásamt því að vera í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt er hún 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Hún er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og leggur stund á meistaranám í opinberri stjórnsýslu.

Hópur nýrra og núverandi stjórnarmanna hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnarsetu með Erlu Ósk. Þau eru: Fanney Birna Jónsdóttir, Guðmundur Egill Árnason, Halldór Armand Ásgeirsson, Hlynur Jónsson, Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Jón Felix Sigurðsson, Katrín Thorsteinsson, Kári Finnsson, Laufey Rún Ketilsdóttir, Rúnar Ingi Einarsson og Sævar Guðmundsson," segir í tilkynningu frá framboði Erlu Óskar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×