Innlent

Breskir Grænir harma "ofsóknir" stjórnvalda

Græni flokkurinn í Bretlandi harmar það sem hann kallar "pólitískar ofsóknir" íslenskra stjórnvalda í garð samtakanna Saving Iceland. Dr. Derek Wall talsmaður flokksins segir á heimasíðunni Greenparty.org að flokkurinn styðji baráttu Miriam Rose og harmi það að vísa eigi henni úr landi. "Það er nauðsynlegt að við styðjum réttinn til friðsælla mótmæla," segir Wall.

Fram kemur í máli Wall að Grænir í Bretlandi styðji hugmyndir Vinstri-Grænna hér í að fá óháða rannsókn á framkomu lögreglunnar í garð mótmælenda á vegum Saving Iceland hér á landi árin 2005 og 2006. "Og mig hryllir við það sem lítur út fyrir að vera kerfisbundin ofsókn á hendur Miriam Rose sem pólitískum umhverfissinna," segir Wall.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×