Erlent

Ég er afi minn og hálfbróðir föður míns

Sjötíu og tveggja ára gamall Breti hyggst gefa tengdadóttur sinni sæði svo hún og sonur hans geti eignast barn.

Parið hefur um allangt skeið reynt að eignast börn en ekki tekist vegna þess að sæðisfrumur mannsins eru ekki nógu góðar. Þar sem maðurinn átti ekki bróður en vildi að barnið fengi svipuð gen og hann ákvað parið að leita til föðurins. Hann tók bóninni vel og hefur þegar látið sæðið af hendi og gengst konan nú undir frjógvunarmeðferð vegna þessa.

Eftir því sem breska blaðið Evening Standard greinir frá er venjulega miðað við að menn gefi ekki sæði eftir 45 ára aldur og er haft eftir lækni á miðstöðinni sem sér um frjóvgunina að hann muni ekki eftir viðlíka tilviki.

Þurfti bæði parið og foreldrar mannsins að sækja viðtalsmeðferð til þess að búa þau undir komu barnsins. Það verður í nokkuð óvenjulegri stöðu því segja má að það sé bæði barnabarn og barn sæðisgjafans sjötuga og barn og systkini pabba síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×