Innlent

Mómæltu NATO fundi í Laugardal

Farið var með einn mótmælanda á lögreglustöð en honum sleppt að því loknu.
Farið var með einn mótmælanda á lögreglustöð en honum sleppt að því loknu.

Hópur fólks stóð fyrir mótmælum fyrir utan Laugardalshöll í dag en þar fer fram fundur Þingmannasambands NATO ríkja. Einn var fluttur á brott í lögreglufylgd eftir að hafa klifrað upp í fljóðljós við gervigrasvöllinn í Laugardal.

Að sögn lögreglu var farið með manninn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar var rætt við manninn en honum leyft að fara eftir það.

Þá var listamaðurinn Steinnunn Guðlaugsdóttir með gjörningin "Sá á lykt sem finnur" fyrir utan Laugardalshöllina. Í gjörningnum vann Steinunn með gervisprengjur, uppspuninn ótta og tilbúið öryggi. Að sögn hennar var verkið gert upptækt af lögreglu án þess að það væri útskýrt nánar.

Varðstjóri hjá lögreglunni vildi hins vegar ekki kannast við að hafa gert listaverk Steinunnar upptækt þegar Vísir spurðist fyrir um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×