Erlent

Óeirðir í Sviss

Óeirðir blossuðu upp í Bern, höfuðborg Sviss, í dag þegar hópur fólks reyndi að stöðva kosningafund hjá Svissneska þjóðarflokknum. Flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir afstöðu sína í málefnum innflytjenda og auglýsingar þeirra, sem sýna hvíta kind sparka svartri kind af svissneska fánanum, hafa verið afar umdeildar.

Lögregla notaði táragas á mótmælendur sem svöruðu með því að kasta grjóti og blysum í átt að 5000 manna kosningafundi þjóðarflokksins.

Þingkosningar fara fram í landinu 21. október og er þjóðarflokknum umdeilda spáð sigri.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×