Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde 10. október 2007 07:45 Marel Baldvinsson er ekki ánægður með lífið í Molde. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira