Við sögðum á dögunum frá Pólverja sem orðinn er sauðfjárbóndi við Bakkaflóa. Í höfninni á Bakkafirði sjáum við annað dæmi um þá samfélagsbreytingu sem er að verða með vaxandi fjölda nýbúa hérlendis. Um borð í línu- og handfærabátnum Digranesi er sjómaður sem flutti til landsins frá Tælandi fyrir átta árum, Pradit Khochai.
Útgerðarmaðurinn, Marinó Jónsson, er ánægður með þennan háseta sinn, og segir hann fyrsta flokks vinnukraft.