Lífið

Lennon vitjaði sonar síns

Paul og Lennon árið 1964
Paul og Lennon árið 1964 MYND/Getty

Julian Lennon var heldur betur brugðið þegar hann fékk vægast sagt óvænta kveðju frá föður sínum 25 árum eftir dauða hans. Julian, sem vinnur nú að kvikmynd í Ástralíu, ákvað að taka þátt í trúarathöfn með frumbyggjum þar í landi þegar höfðingi frumbyggjanna rétti honum hvíta fjöður sem gerði hinn 44 ára Julian gjörsamlega orðlausan.

Samkvæmt heimildum Daily Express á Lennon að hafa sagt við son sinn að ef eitthvað kæmi fyrir hann ætti hann að leita að hvítri fjöður því hún væri merki um að hann liti eftir honum.

Julian er ekki sá eini sem hefur fengið vitjun frá Lennon. Paul McCartney telur að hann hafi birst sem páfugl þegar Bítlarnir voru að taka upp lagið Free as a bird árið 1995.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×