Erlent

Trylltist á veitingastað - myndband

Maðurinn stökk upp á stól með tölvu sína og þrumaði yfir gestum.
Maðurinn stökk upp á stól með tölvu sína og þrumaði yfir gestum.

Gestir á veitingahúsi í Bandaríkjunum sáu þann kostinn vænstan að flýja þegar einn gestanna trylltist yfir því að tölvan hans virkaði ekki.

Maðurinn sagði meðal annars að allar hans upplýsingar og allt sem hann þyrfti til þess að lifa og vinna væri í tölvunni. Myndir af fjölskyldunni og jafnvel bók sem hann væri að skrifa. Þar að auki væru þar allar upplýsingar sem hann þurfti fyrir einhvern kynningarfund sem hann var að fara á eftir 10 mínútur.

Þegar gestirnir voru flúnir út hélt hann áfram að ólmast og berja tölvu sína þartil lögreglumenn komu og fluttu hann á brott í handjárnum.

SKOÐA MYNDBAND




Fleiri fréttir

Sjá meira


×