Innlent

Eldgos mögulegt innan árs

„Tíðir smáskjalftar austan við Öskju gætu leitt til eldgoss næsta haust," sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í seinni kvöldfréttum RÚV.

Páll sagði að mögulegt gos yrði Dyngjugos. Það yrði ekki mjög tilkomumikið en langvinnt og gæti varað í marga áratugi eða jafnvel aldir. Hann segir að tengsl séu á milli fyllingar Hálslóns og skjálftanna við Upptyppinga því að skjálftahrinan hafi farið af stað þegar Hálslón við Kárahnjúka tók að fyllast.

Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að nokkur skjálftavirkni hefði verið á tveimur stöðum norðan Vatnajökuls um helgina og í dag en þó enginn stór skjálfti. Skjálftar mældust annars vegar í Herðubreiðartöglum, sem er móbergsstapi norður af Herðubreið, og hins vegar í Upptyppingum, sem eru hluti af Kverkfjallaeldstöðinni. Á síðarnefnda staðnum voru allnokkrar skjálftahrinur í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×