Að minnsta kosti þrjú lesbísk pör hafa eignast börn með hjálp kvensjúkdómalækna hjá fyrirtækinu Art Medica eftir að Alþingi samþykkti lög sem heimilar lesbískum konum að gangast undir tæknifrjóvganir. Öll börnin voru getin með sæði sem fékkst frá Danmörku, því ekki er starfræktur sæðisbanki á Íslandi.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, varaformaður Samtakanna ´78, segist vera þeirrar skoðunar að heppilegt væri ef íslenskur sæðisbanki tæki til starfa. Fyrir því séu mörg mannúðarrök. Til dæmis þau að danski sæðisbankinn heldur algjörri nafnleynd gagnvart sæðisgjafanum. Börn sem fæðast geta því ekki fengið að vita um uppruna sinn þegar þau eldast. Mörg önnur ríki heimila börnum sem hafa verið getin með gjafasæði að fá að vita um uppruna sinn.
Hrafnhildur segir þó að það sé ekki hlutverk Samtakanna ´78 að tala fyrir því að settur verði á laggirnar íslenskur sæðisbanki. Samtökin ´78 einbeiti sér frekar að því að samkynhneigðir njóti réttar til jafns við gagnkynhneigða. Aðrar stofnanir í samfélaginu verði að berjast fyrir því að sæðisbanka verði komið á fót.
Vill fá íslenskan sæðisbanka
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent