Innlent

Brakið úr bimmanum þeyttist um allt

Bíll sömu gerðar og sá sem fór í tætlur á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi.
Bíll sömu gerðar og sá sem fór í tætlur á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi.

Það þykir ganga kraftaverki næst að karl og kona skyldu sleppa lítið meidd eftir að BMW bifreið þeirra fór bókstaflega í tætlur á Kringlumýrarbraut laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Fyrst lenti bíllinn á steinblokkum, en við það rifnuðu flest hjólin undan honum, síðan þeyttist vélin úr honum og á 200 metra kafla skildi hann eftir sig slóð af braki, uns hann lenti á ljósastaur, sem brotnaði niður, en við það valt bíllinn og hafnaði á hvolfi á öfugum vegarhelmingi.

Svo vel vildi til að hann lenti ekki á neinum öðrum bíl, en brak úr honum þeyttist á bíl með þeim afleiðingum að hann var óökufær eftir.

Engin meiddist í honum. Það tók slökkvilið og lögreglu um tvær klukkustundir að hreinsa vettvanginn. Allt bendir til að bíllinn hafi verið á ofsa hraða þegar ökumaðurinn missti stjórn á honum. Ökumaðurinn reyndist vera próflaus en hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×