Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 18:48 Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Liechtenstein í síðustu viku. Mynd/Peter Klaunzer Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur. Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur.
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira