Innlent

Heilbrigðisráðherra ekki starfi sínu vaxinn

Landspítalinn skuldar ellefu hundruð milljónir króna við birgja sem eru gjaldfallnar, segir Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi formaður framkvæmdanefndar um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ráðherra sem ekki taki á fjárhagsvanda spítalans sé ekki starfi sínu vaxinn.

Alfreð Þorsteinsson gegndi starfi formanns framkvæmdanefndar um byggingu hátæknisjúkrahúss um tveggja ára bil og var nýlega sagt upp störfum. Töluverðar skipulagsbreytingar voru gerðar og skipuð var ný nefnd, þar sem Inga Jóna Þórðardóttir er formaður.

Alfreð segir margt gagnrýnivert við skipulagsbreytingarnar. Það leysi ekki vanda Landspítalans að skipa nefndir út og suður. Hann viti til þess að skuldir spítalans við birgja nemi 1100 milljónum króna og þær séu gjaldfallnar. „Ráðherra sem ræðst ekki að þeim vanda, hann er ekki starfi sínu vaxinn," segir Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×