Innlent

Leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum

Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna og Boðans.
Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna og Boðans. MYND/PJ

Lögð verður megináhersla á hækkun lægstu launa og kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns samningarnefndar Flóafélaganna og Boðans. Þetta kom fram á fundi félaganna með Samtökum atvinnulífsins í dag.

Á fundinum voru helstu stefnumið félaganna kynnt en í gærkvöldi samþykkti aðalsamninganefnd félaganna almenna stefnumörkum vegna komandi kjarasamninga. Þar er meðal annars lögð áhersla á að stjórnvöld tryggi stöðugleika og lækkandi verðbólgu til að launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti. Þá vilja Flóafélögin semja til tveggja ára með traustum tryggingarákvæðum gagnvart verðbólgu og launum annarra eins og kemur fram í fréttaskeyti.

Ennfremur verður lögð áhersla á að útrýma launamun kynjanna og unnið að því að stytta heildarvinnutímann á samningstímabilinu. Þá vilja félöginj ennfremur ræða við Samtök atvinnurekenda um hvernig bæta megi veikinda-, slysa-, lífeyris, og örorkuréttindi á almennum vinnumarkaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×