Systur selja dýrustu nærbuxur Íslands Andri Ólafsson skrifar 31. október 2007 16:38 Systurnar Sigrún Edda og Ragnheiður opna nærfataverslunina Systur á föstudaginn. "Við ætlum að vera með nærföt í hæsta gæðaflokki," segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sem á föstudag opnar nýja nærfataverslun á Laugarvegi. Verslunin hefur hlotið nafnið Systur en það skýrist af því að Sigrún á og rekur verslunina í félagskap við systur sína, Ragnheiði Eðvarðsdóttur. Að sögn Sigrúnar er ætlunin að selja nærföt eftir þekkta hönnuði frá Englandi og Danmörku. Hún segir að í búðinni verði aðeins seld gæðahönnun. Sigrún segir að vöntun hafi verið á svokölluðum "high end" nærfötum fyrir konur hér á landi undanfarin ár og að verslunin Systur sé að svara henni. "Þetta eru handsaumaðar vörur eftir nokkra af flottustu hönnuðum Englands og Danmerkur," segir Sigrún sem segist fyrir löngu orðin þreytt á einsleitu blúndunærfötunum sem flestar nærfataverslanir hér á landi selja. Í búðinni eru undirfötin í aðalhlutverki en einnig er hægt að fá allt frá sloppum til ilmvatna. Þá eru nokkrar nærbuxur í boði sem kosta hátt í 30 þúsund krónur og hljóta því væntanlega nafnbótina dýrustu nærbuxur Íslands. Með vorinu er jafnvel von á nærbuxum og brjóstahöldurum skreytt Swarowski-kristöllum. Sigrún gerir lítið úr því og bendir á að vörunum sé ætlað að auka vellíðan kvenna. "Maður verður nefnilega að gera soldið vel við sjálfan sig," segir hún. "Þessi búð er fyrir allar konur og svo er ég líka að vonast eftir því að karlar, kærastar og eiginmenn taki henni fagnandi. Það er aldrei að vita nema að þeir gætu haft gagn af því að versla þar eitthvað fínt fyrir maka sína." Verslunin Systur opnar á föstudag að Laugavegi 70. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
"Við ætlum að vera með nærföt í hæsta gæðaflokki," segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sem á föstudag opnar nýja nærfataverslun á Laugarvegi. Verslunin hefur hlotið nafnið Systur en það skýrist af því að Sigrún á og rekur verslunina í félagskap við systur sína, Ragnheiði Eðvarðsdóttur. Að sögn Sigrúnar er ætlunin að selja nærföt eftir þekkta hönnuði frá Englandi og Danmörku. Hún segir að í búðinni verði aðeins seld gæðahönnun. Sigrún segir að vöntun hafi verið á svokölluðum "high end" nærfötum fyrir konur hér á landi undanfarin ár og að verslunin Systur sé að svara henni. "Þetta eru handsaumaðar vörur eftir nokkra af flottustu hönnuðum Englands og Danmerkur," segir Sigrún sem segist fyrir löngu orðin þreytt á einsleitu blúndunærfötunum sem flestar nærfataverslanir hér á landi selja. Í búðinni eru undirfötin í aðalhlutverki en einnig er hægt að fá allt frá sloppum til ilmvatna. Þá eru nokkrar nærbuxur í boði sem kosta hátt í 30 þúsund krónur og hljóta því væntanlega nafnbótina dýrustu nærbuxur Íslands. Með vorinu er jafnvel von á nærbuxum og brjóstahöldurum skreytt Swarowski-kristöllum. Sigrún gerir lítið úr því og bendir á að vörunum sé ætlað að auka vellíðan kvenna. "Maður verður nefnilega að gera soldið vel við sjálfan sig," segir hún. "Þessi búð er fyrir allar konur og svo er ég líka að vonast eftir því að karlar, kærastar og eiginmenn taki henni fagnandi. Það er aldrei að vita nema að þeir gætu haft gagn af því að versla þar eitthvað fínt fyrir maka sína." Verslunin Systur opnar á föstudag að Laugavegi 70.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira