Systur selja dýrustu nærbuxur Íslands Andri Ólafsson skrifar 31. október 2007 16:38 Systurnar Sigrún Edda og Ragnheiður opna nærfataverslunina Systur á föstudaginn. "Við ætlum að vera með nærföt í hæsta gæðaflokki," segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sem á föstudag opnar nýja nærfataverslun á Laugarvegi. Verslunin hefur hlotið nafnið Systur en það skýrist af því að Sigrún á og rekur verslunina í félagskap við systur sína, Ragnheiði Eðvarðsdóttur. Að sögn Sigrúnar er ætlunin að selja nærföt eftir þekkta hönnuði frá Englandi og Danmörku. Hún segir að í búðinni verði aðeins seld gæðahönnun. Sigrún segir að vöntun hafi verið á svokölluðum "high end" nærfötum fyrir konur hér á landi undanfarin ár og að verslunin Systur sé að svara henni. "Þetta eru handsaumaðar vörur eftir nokkra af flottustu hönnuðum Englands og Danmerkur," segir Sigrún sem segist fyrir löngu orðin þreytt á einsleitu blúndunærfötunum sem flestar nærfataverslanir hér á landi selja. Í búðinni eru undirfötin í aðalhlutverki en einnig er hægt að fá allt frá sloppum til ilmvatna. Þá eru nokkrar nærbuxur í boði sem kosta hátt í 30 þúsund krónur og hljóta því væntanlega nafnbótina dýrustu nærbuxur Íslands. Með vorinu er jafnvel von á nærbuxum og brjóstahöldurum skreytt Swarowski-kristöllum. Sigrún gerir lítið úr því og bendir á að vörunum sé ætlað að auka vellíðan kvenna. "Maður verður nefnilega að gera soldið vel við sjálfan sig," segir hún. "Þessi búð er fyrir allar konur og svo er ég líka að vonast eftir því að karlar, kærastar og eiginmenn taki henni fagnandi. Það er aldrei að vita nema að þeir gætu haft gagn af því að versla þar eitthvað fínt fyrir maka sína." Verslunin Systur opnar á föstudag að Laugavegi 70. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
"Við ætlum að vera með nærföt í hæsta gæðaflokki," segir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir sem á föstudag opnar nýja nærfataverslun á Laugarvegi. Verslunin hefur hlotið nafnið Systur en það skýrist af því að Sigrún á og rekur verslunina í félagskap við systur sína, Ragnheiði Eðvarðsdóttur. Að sögn Sigrúnar er ætlunin að selja nærföt eftir þekkta hönnuði frá Englandi og Danmörku. Hún segir að í búðinni verði aðeins seld gæðahönnun. Sigrún segir að vöntun hafi verið á svokölluðum "high end" nærfötum fyrir konur hér á landi undanfarin ár og að verslunin Systur sé að svara henni. "Þetta eru handsaumaðar vörur eftir nokkra af flottustu hönnuðum Englands og Danmerkur," segir Sigrún sem segist fyrir löngu orðin þreytt á einsleitu blúndunærfötunum sem flestar nærfataverslanir hér á landi selja. Í búðinni eru undirfötin í aðalhlutverki en einnig er hægt að fá allt frá sloppum til ilmvatna. Þá eru nokkrar nærbuxur í boði sem kosta hátt í 30 þúsund krónur og hljóta því væntanlega nafnbótina dýrustu nærbuxur Íslands. Með vorinu er jafnvel von á nærbuxum og brjóstahöldurum skreytt Swarowski-kristöllum. Sigrún gerir lítið úr því og bendir á að vörunum sé ætlað að auka vellíðan kvenna. "Maður verður nefnilega að gera soldið vel við sjálfan sig," segir hún. "Þessi búð er fyrir allar konur og svo er ég líka að vonast eftir því að karlar, kærastar og eiginmenn taki henni fagnandi. Það er aldrei að vita nema að þeir gætu haft gagn af því að versla þar eitthvað fínt fyrir maka sína." Verslunin Systur opnar á föstudag að Laugavegi 70.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira