Lífið

Prison Break leikari dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Lane Garrison
Lane Garrison MYND/Getty
Leikarinn Lane Garrison úr Prison break var í gær dæmdur í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sautján ára stúlka sem var farþegi í bíl Garrisons lést þegar leikarinn keyrði drukkinn á tré.

;,Almenningur á rétt á að vita að svona hegðun hefur afleiðingar." ,,Því miður þarft þú að vera fordæmið" sagði hæstaréttardómarinn Elden S. Fox.

Garrison hefði getað fengið allt að sjö ára fangelsisdóm. Hann bað fjölskylduna afsökunar, og sagði að ekki liði sá dagur að hann sæi ekki eftir því sem hann hefði gert.

Stúlkan, Vahagn Setian, var farþegi í Land Rover Garrisons þegar hann keyrði á tré annan desember síðastliðinn. Hinir farþegarnir, tvær fimmtán ára stúlkur, lifðu áreksturinn af.

Lögfræðingur fjölskyldu Setian sagði að það væri varla hægt að tala um að fjölskyldan væri ánægð með dóminn. Það væru engir sigurverarar í þessu máli. Vahagn kæmi ekki aftur.

Garrison, 27 ára, hitti unglingana í matvöruverslun og fylgdi þeim í partý. Þegar hann keyrði á var hann með rúmlega tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu, auk þess sem hann var undir áhrifum kókaíns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.