Innlent

Fleiri Vítisenglar væntanlegir

Lögreglan á von á fleiri Vítisenglum til landsins síðar í dag. Það eru grundvallarmannréttindi að menn fái að ræða við lögmann þegar þeim er haldið gegn vilja sínum, segir lögmaður tveggja Vítisengla sem komu til landsins í gær. Sextán íslenskir lögreglumenn fylgdu vítisenglum úr landi í morgun.

Von er á fjórum til fimm vélum frá Kaupmannahöfn og Osló til Keflavíkur í dag. Lögreglan á Suðurnesjum hefur grun um að með þeim komi fleiri Vítisenglar til að taka þátt í afmælisveislu Fáfnis, samtökum mótorhjólamanna á Íslandi sem halda í kvöld upp á ellefu ára afmæli félagsins. Sama viðbúnaðarstig er því viðhaft í dag á Keflavíkurflugvelli eins og í gær. Vítisenglarnir átta sem lögregla stöðvaði í Leifsstöð í gær við komu þeirra til landsins voru fluttir til Oslóar nú í morgunsárið. Hver og einn engill var í fylgd með tveimur lögreglumönnum í flugvélunum, alls fóru því sextán lögreglumenn utan með mótorhjólamönnunum norsku.

Enginn vítisenglanna fékk inngöngu í landið. Fréttamaður Vísis ræddi við lögmann tveggja þeirra í gær.

Oddgeir furðar sig á að allir meðlimir Vítisengla séu settir undir sama hatt.

Það skal tekið fram að á ellefta tímanum í gærkvöldi fékk Oddgeir að ræða við annan skjólstæðing sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×