Segir fleiri löggur en gesti hafa mætt í afmæli Fáfnis 5. nóvember 2007 09:00 Jón Trausti Lúthersson segir að allur fjöldi lögreglumanna sem vaktaði afmæli Fáfnis á laugardag hafi verið sóun á peningum skattborgara. MYND/VÍSIR.IS Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, segist fullviss um að fleiri löggur en boðsgestir hafi verið í 11 ára afmæli klúbbsins sem haldið var í félagsheimli Fáfnis við Hverfisgötu á laugardaginn. Lögreglan var mikið viðbúnað en hún hefur staðið í stórræðum undanfarna daga vegna afskipta sinna af mótorhjólaklúbbnum. Á fimmtudaginn var framkvæmd húsleit í félagsheimilinu við Hverfisgötu og á föstudaginn var átta norskum og dönskum meðlima Vítisenglanna, sem ætluðu að mæta á afmælið, vísað frá landi. "Ég er ekki alveg með fjölda afmælisgestanna á hreinu en er klár á því að löggurnar voru fleiri en þeir. Ég hálfvorkenndi þeim þar sem þeir húktu í sendibílnum alla nóttina og hreyfðu sig ekki neitt," segir Jón Trausti og bætir við að veislan hafi farið afar friðsamlega fram. Boðið var upp á grillmat í veislunni, bæði lambalundir og piparsteik. "Ég bauð ekki upp á neinar pylsur ef þú ert að spyrja að því. Og til að hafa það á hreinu þá gaf ég löggunni ekki neitt að éta," segir Jón Trausti hlæjandi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við Vísi að þó nokkur viðbúnaður hefði verið af hálfu lögreglunnar vegna afmælisins. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margir lögreglumenn hefðu verið á vakt í þessari tilteknu aðgerð. Ásgeir Þór sagði að síðustu mennirnir á vegum lögreglunnar hefðu yfirgefið svæðið um fimm leytið og satðfesti orð Jóns Trausta um að lögreglan hefði engin afskipti haft af afmælisgestum. "Við áttum nokkur samskipti við þá en þau fóru öll kurteislega fram," segir Ásgeir Þór. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson, einn af forsprökkum mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, segist fullviss um að fleiri löggur en boðsgestir hafi verið í 11 ára afmæli klúbbsins sem haldið var í félagsheimli Fáfnis við Hverfisgötu á laugardaginn. Lögreglan var mikið viðbúnað en hún hefur staðið í stórræðum undanfarna daga vegna afskipta sinna af mótorhjólaklúbbnum. Á fimmtudaginn var framkvæmd húsleit í félagsheimilinu við Hverfisgötu og á föstudaginn var átta norskum og dönskum meðlima Vítisenglanna, sem ætluðu að mæta á afmælið, vísað frá landi. "Ég er ekki alveg með fjölda afmælisgestanna á hreinu en er klár á því að löggurnar voru fleiri en þeir. Ég hálfvorkenndi þeim þar sem þeir húktu í sendibílnum alla nóttina og hreyfðu sig ekki neitt," segir Jón Trausti og bætir við að veislan hafi farið afar friðsamlega fram. Boðið var upp á grillmat í veislunni, bæði lambalundir og piparsteik. "Ég bauð ekki upp á neinar pylsur ef þú ert að spyrja að því. Og til að hafa það á hreinu þá gaf ég löggunni ekki neitt að éta," segir Jón Trausti hlæjandi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við Vísi að þó nokkur viðbúnaður hefði verið af hálfu lögreglunnar vegna afmælisins. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margir lögreglumenn hefðu verið á vakt í þessari tilteknu aðgerð. Ásgeir Þór sagði að síðustu mennirnir á vegum lögreglunnar hefðu yfirgefið svæðið um fimm leytið og satðfesti orð Jóns Trausta um að lögreglan hefði engin afskipti haft af afmælisgestum. "Við áttum nokkur samskipti við þá en þau fóru öll kurteislega fram," segir Ásgeir Þór.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira