Innlent

Vilja efla kristinfræðikennslu í grunnskólum

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.

Þá vilja félögin að Alþingi og sveitarstjórnir verji auknum hluta af almannafé til forvarna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi, sjálfsmorðum, einelti og klámvæðingu.

Meðal trúfélaga sem koma að bóninni eru Kristskirkjan, Krossinn, Þjóðkirkjan, söfnuðurinn í Ármúla, Vegurinn og Betanía. Í bænagöngunni á laugardag ætla trúarhóparnir svo að biðja saman í einingu gegn myrkrinu og um leið vekja athygli á því að Jesús Kristur er ljósið sem yfirvinnur myrkrið eins og segir í á heimasíðu göngunnar, www.baenaganga.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×