Erlent

Torrent síðum lokað víða um heim

Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi.

Torrent.is er síða með svokallað skráardeiliforrit. Þar geta notendur náð sér í efni bæði kvikmyndir, þætti og tónlist án þess að greiða krónu fyrir.

Demonoid er ein stærsta torrent síða í heiminum, en á síðunni nú er aðeins að finna eina litla málsgrein sem er svohljóðandi:

"CRIA (Höfundaréttarsamtök í Kanada) hefur hótað fyrirtækinu sem leigir okkur netþjónana sem við notum og þess vegna er ekki hægt að hafa síðuna opna. Afsakið þessa truflun og við þökkum skilninginn."

CRIA hefur í raun haft afskipti af síðunni áður. Seint í september var gefið út að Demonoid hefði bannað öllum með IP-tölur í Kanada að sækja efni á síðun eftir lagalegar hótanir frá CRIA. Nú virðast samtökin hafa náð að sannfæra þá sem leigja síðunni netþjóna og því hefur henni verið lokað.

Lögreglan í Póllandi hefur einnig verið að skipta sér af svipuðum síðum og lagði meðal annars hald á sex netþjóna og 37 hörð drif fyrir skömmu. Tveir voru handteknir í tengslum við það mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×