Erlent

Rússneskur söfnuður hótar fjöldasjálfsmorði

Dómsdagssöfnuður í Rússlandi hefur lokað sig af í helli í miðju landsins og bíður þar endaloka jarðarinnar. Lögreglan hefur reynt að fjarlægja meðlimi safnaðarins úr hellinum en þeir hóta að sprengja sig í loft upp ef lögreglan lætur þá ekki afskiptalausa.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum eru um 30 manns nú í hellinum þar á meðal eitthvað af börnum. Söfnuðurinn hefur verið í hellinum í rúmlega viku en hann á von á endalokum heimsins í maí á næsta ári.

Lögreglan hefur handtekið leiðtoga safnaðarins. Sá er geðklofi og hefur sofið í líkkistu undanfarna mánuði. Lögreglan reyndi að fá leiðtogann til að lokka safnaðarmeðlimi sína út úr hellinum en það bar ekki árangur.

Fjöldi sértrúarsafnaða hefur sprottið upp í Rússlandi í kjölfar falls kommúnismans. Rétttrúnaðarkirkja landsins vill að þeir séu bannaðir þar sem hún telur þá grafa undan siðferði þjóðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×