Fara fram á lögbann á torrent.is 19. nóvember 2007 12:27 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. MYND/Anton Brink Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa farið fram á tímabundið lögbann á starfsemi skráardeilningarsíðunnar torrent.is vegna gruns um höfundarréttarbrot.Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, fékk í morgun heimsókn frá fulltrúum Sýslumannsins í Hafnarfirði, lögreglumönnum og lögmanni Samtaka myndrétthafa, SMÁÍS, vegna málsins og er hann nú skýrslutöku hjá sýslumanni.Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, sagði í samtali við Vísi að skýrslutakan tengdist lögbannsbeiðni sem rétthafar á kvikmyndum, tónlist og sjónvarpsþáttum hefðu lagt fram á vefinn torrent.is en sú beiðni var tekin fyrir hjá sýslumanni í dag. Hann býst við að sýslumaður taki fyrir lögbannskröfuna eftir skýrslutöku í dag.„Við viljum fá lögbann á vefinn og að lögreglan taki tækjabúnað torrent í sína vörslu á meðan mál á hendur fyrirtækinu er fyrir dómi," segir Snæbjörn. Forsvarsmenn SMÁÍS, Samtóns og SÍK saka Svavar um að auðvelda og stuðla að höfundarréttarbrotum með því að heimila skráarskipti á torrent.is. Snæbjörn segir brotin snúa að ólöglegu niðurhali á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, tónlist og innlendum og erlendum kvikmyndum.„Við erum ekki að ásaka Svavar sjálfan um að brjóta höfundarréttarlög með beinum hætti heldur um hlutdeildarbrot, það er með því að eiga og reka vefinn sé hann að auðvelda höfundarréttarbrot og hvetja til þeirra," segir Snæbjörn.Snæbjörn segir samtökin þrjú hafa lagt inn beiðni um opinbera rannsókn hjá lögreglu í febrúar. „Hún hefur hins vegar ekkert aðhafst og vefurinn hefur bara stækkað síðan þá. Þá var ekkert annað að gera en að höfða einkamál til þess að hreyfa við málinu," segir Snæbjörn. Hann segir samtökin heldur hafa viljað opinbera rannsókn þar sem kostnaður vegna einkamála sé mjög mikill. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa farið fram á tímabundið lögbann á starfsemi skráardeilningarsíðunnar torrent.is vegna gruns um höfundarréttarbrot.Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, fékk í morgun heimsókn frá fulltrúum Sýslumannsins í Hafnarfirði, lögreglumönnum og lögmanni Samtaka myndrétthafa, SMÁÍS, vegna málsins og er hann nú skýrslutöku hjá sýslumanni.Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, sagði í samtali við Vísi að skýrslutakan tengdist lögbannsbeiðni sem rétthafar á kvikmyndum, tónlist og sjónvarpsþáttum hefðu lagt fram á vefinn torrent.is en sú beiðni var tekin fyrir hjá sýslumanni í dag. Hann býst við að sýslumaður taki fyrir lögbannskröfuna eftir skýrslutöku í dag.„Við viljum fá lögbann á vefinn og að lögreglan taki tækjabúnað torrent í sína vörslu á meðan mál á hendur fyrirtækinu er fyrir dómi," segir Snæbjörn. Forsvarsmenn SMÁÍS, Samtóns og SÍK saka Svavar um að auðvelda og stuðla að höfundarréttarbrotum með því að heimila skráarskipti á torrent.is. Snæbjörn segir brotin snúa að ólöglegu niðurhali á sjónvarpsþáttum, tölvuleikjum, tónlist og innlendum og erlendum kvikmyndum.„Við erum ekki að ásaka Svavar sjálfan um að brjóta höfundarréttarlög með beinum hætti heldur um hlutdeildarbrot, það er með því að eiga og reka vefinn sé hann að auðvelda höfundarréttarbrot og hvetja til þeirra," segir Snæbjörn.Snæbjörn segir samtökin þrjú hafa lagt inn beiðni um opinbera rannsókn hjá lögreglu í febrúar. „Hún hefur hins vegar ekkert aðhafst og vefurinn hefur bara stækkað síðan þá. Þá var ekkert annað að gera en að höfða einkamál til þess að hreyfa við málinu," segir Snæbjörn. Hann segir samtökin heldur hafa viljað opinbera rannsókn þar sem kostnaður vegna einkamála sé mjög mikill.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira