„Við munum leita réttar okkar“ 19. nóvember 2007 23:10 Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, ætlar að berjast fyrir því að lögbanninu á síðu hans verði aflétt. Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira