„Við munum leita réttar okkar“ 19. nóvember 2007 23:10 Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, ætlar að berjast fyrir því að lögbanninu á síðu hans verði aflétt. Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum. Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is segist ekki ætla að una lögbanninu sem sett var á starfssemi skráadeilingarsíðunnar í dag. „Við munum leita réttar okkar," segir Svavar í samtali við Vísi. Það voru SMÁÍS og fleiri höfundarréttarsamtök sem fóru fram á lögbannið og verða þau að höfða staðfestingarmál fyrir dómi innan viku. Rétthafasamtökin þurftu að leggja fram eina milljón króna í tryggingu fyrir lögbannsbeiðninni. „Við munum berjast fyrir því að lögbanninu verði aflétt," segir Svavar. Rétthafasamtökin segjast álíta að Svavar hafi gerst sekur um stórfeld hlutdeildarbrot með dreifingu á efni, sem varið er með höfundarrétti, á síðunni torrent.is. Svavar segist ósammála þessu. „Við erum einfaldlega að veita aðstöðu til skráarskipta og lítum svo á að allir notendur hafi tilskilin leyfi til að deila inn á vefinn þar til annað kemur í ljós." Hann segir að komi í ljós að efni hafi verið sett inn á vefinn í óþökk rétthafa þá hafi efnið verið fjarlægt. Svavar segir rangt að hann hafi verið handtekinn í dag. „Ég var ekki handtekinn, eins og Smáís hélt fram. „Ég hefði átt kost á því að afgreiða málið fyrir framan dyrnar hjá mér en það var kalt í veðri svo við ákváðum að ljúka þessu á skrifstofu sýslumanns. Það var engin húsleit gerð á heimili mínu eða annað slíkt," segir Svavar. Svavar segir að trygging sú sem rétthafasamtökin þurftu að leggja fram hafi verið of lág að sínu mati, en henni er ætlað að standa fyrir því tapi sem Svavar verður fyrir á meðan málið er til rannsakar, verði hann sýknaður að lokum. „Okkur fannst tryggingin heldur lág þannig að við fórum fram á hækkun án þess að ég ætli að tilgreina þá upphæð." Svavar segist hafa fengið tekjur af síðunni meðal annars með því að bjóða notendum að greiða fyrir betri kjör á síðunni. „Svo stóð til að selja auglýsingar á síðunni en af því hefur ekki orðið enn sem komið er." Torrent.is hefur notið mikilla vinsælda síðustu misserin og að sögn Svavars voru rúmlega 26 þúsund notendur með virkan aðgang þegar síðunni var lokað í dag. „Ég er vonvikinn út í þá sýslumann fyrir að taka þessa ákvörðun í dag. Við teljum samtökin ekki vera í rétti í þessu máli og þeir hafa heldur ekki sýnt fram á að neitt tap vegna torrent. Þeir hafa komið með einhverjar tölur máli sínu til staðfestingar en þær eru ekki sannaðar. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að við fáum þessu banni hnekkt," segir Svavar sem undanfarið hefur haft fulla atvinnu af því að halda síðunni úti, umfangið og auknar vinsældir vefjarins hafi gert það að verkum.
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira