Lífið

U2 á Reykjavíkurflugvelli

Meðlimir U2 voru á Reykjavíkurflugvelli um helgina.
Meðlimir U2 voru á Reykjavíkurflugvelli um helgina.

Vísir hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að írska stórsveitin U2 hafi lent á Reykjavíkurflugvelli um hálf tíu á laugardagskvöldið og eytt hálfum sólarhring í Reykjavík.

Fjórar nýjar svartar Range Rover-bifreiðar biðu komu kappanna og var þeim ekið upp að flugvélinni sem er afar sjaldgæft og yfirleitt ekki leyft. Menn í skotapilsum stigu út úr vélinni sem er frá brasilísku leiguflugfélagi, skiptu sér niður á bílana og óku greitt í burtu frá vellinum.

Bílalestin hélt niður í miðbæ en á sama tíma héldu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir héldu brúðkaupsveislu sína í Hafnarhúsinu. Ekki hefur fengið staðfest hvort fjórmenningarnir í U2 spiluðu í veislunni eða í öðru einkapartýi í bænum. Vitað er þó að hinir lagvissu Írar eru í miklu uppáhaldi hjá Jóni Ásgeiri.

Hljómsveitarmeðlimir héldu síðan heim á leið frá Reykjavíkuflugvelli kl. 10 í gærmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×