Innlent

Átta milljarða króna munur á svörum fyrrv. framsóknarráðherra

Tveimur fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherrum Framsóknarflokksins ber ekki saman um hvað S-hópurinn svo kallaði borgaði Landsbankanum fyrir VÍS. Finnur ingólfsson segir að S-hópurinn hafi greitt 14 til 15 milljarða fyrir tryggingafélagðið en Valgerður Sverrisdóttir segir sagði á Alþingi að félagið hafi verið selt fyrir 6,8 milljarða króna.

Í þættinum Mannamáli á sunnudaginn talaði Finnur Ingólfsson um kaup S-hópsins á hlut Landsbankans í Vátryggingafélagi Íslands. Sagði Finnur meðal annars að S-hópurinn hefði keypt hlutinn á 14-15 milljarða sem væri þremur til fjórum milljörðum króna umfram markaðsvirði VÍS. Því hefði bankinn grætt að minnsta kosti einn og hálfan til tvo milljarða króna á sölunni.

Þessi upphæð er ekki í samræmi við svar Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálsynda flokksins, á Alþingi árið 2005.

Þar kom fram að Landsbankinn hafi í aðdraganda að einkavæðingu bankans árið 2002 selt S-hópnum 48,32 prósenta af hlut sínum í Vátryggingafélaginu fyrir 6,8 milljarða. Að lokinni sölu hafi bankinn átt 1,64 prósenta hlut í félaginu.

Munar hér rúmlega átta millljörðum á svari þessari tveggja fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins.

Finnur Ingólfsson, segir málið byggja á misskilningi. Hann segir að í svari sínu sé Valgerður Sverrisdóttir að vísa til söluverðmætis á 48,32 prósenta hlut VÍS. Sjálfur hafi hann verið að vísa til heildarsöluverðmætis fyrirtækisins. Því hafi munað allt 8 milljörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×