Gæti hagnast um milljarða á fasteignakaupum á Vellinum 20. nóvember 2007 19:30 Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli. Markaðsvirði eignanna er meira en tvöfalt hærra en fyrirtækið Háskólavellir greiddi fyrir þær í október. Hæstaréttarlögmaður í stjórnarandstöðu segir lög hafa verið brotin með sölunni. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað til að fara með umsýslu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Í október síðast liðnum seldi félagið um 80% eigna sinna til Háskólavalla ehf. Fyrir eignirnar borgaði Háskólavellir 14 milljarða króna. Markaðsvirði eignanna miðað við fermetraverð í Reykjanesbæ er hins vegar 29 og hálfur milljarður. Háskólavellir eru skuldbundnir til að eiga eignirnar til ársins 2011 en þá má fyrirtækið selja þær á frjálsum markaði. Að Háskólavöllum standa fimm fyrirtæki, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Sparisjóður Keflavíkur, Klasi hf og Teigur hf. Klasi hf er í eigu Þorgils Óttars Matthiesen en hann er sem kunnugt er bróðir Árna Matthiesen, fjármálaráðherra. Þá vekur athygli að stjórnarformaður Þróunarfélagsins er Árni Sigfússon en hann situr í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt Böðvari Jónssyni sem er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Sala Þróunarfélagsins til Háskólavalla var gagnrýnd á Alþingi í dag. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði augljóst að ekki hafi verið farið að lögum um innkaup ríkiseigna og að einnig hefðu lög um Evrópska Efnahagssvæðið verið brotin þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra til kaupa á eignum ríkisins.Fjármálaráðherra segir hins vegar að engin lög hafi verið brotin. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli. Markaðsvirði eignanna er meira en tvöfalt hærra en fyrirtækið Háskólavellir greiddi fyrir þær í október. Hæstaréttarlögmaður í stjórnarandstöðu segir lög hafa verið brotin með sölunni. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað til að fara með umsýslu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Í október síðast liðnum seldi félagið um 80% eigna sinna til Háskólavalla ehf. Fyrir eignirnar borgaði Háskólavellir 14 milljarða króna. Markaðsvirði eignanna miðað við fermetraverð í Reykjanesbæ er hins vegar 29 og hálfur milljarður. Háskólavellir eru skuldbundnir til að eiga eignirnar til ársins 2011 en þá má fyrirtækið selja þær á frjálsum markaði. Að Háskólavöllum standa fimm fyrirtæki, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Sparisjóður Keflavíkur, Klasi hf og Teigur hf. Klasi hf er í eigu Þorgils Óttars Matthiesen en hann er sem kunnugt er bróðir Árna Matthiesen, fjármálaráðherra. Þá vekur athygli að stjórnarformaður Þróunarfélagsins er Árni Sigfússon en hann situr í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt Böðvari Jónssyni sem er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Sala Þróunarfélagsins til Háskólavalla var gagnrýnd á Alþingi í dag. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði augljóst að ekki hafi verið farið að lögum um innkaup ríkiseigna og að einnig hefðu lög um Evrópska Efnahagssvæðið verið brotin þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra til kaupa á eignum ríkisins.Fjármálaráðherra segir hins vegar að engin lög hafi verið brotin.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira