Kona getur ekki verið herra og karl ekki frú 20. nóvember 2007 21:36 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira