Kona getur ekki verið herra og karl ekki frú 20. nóvember 2007 21:36 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar. Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli ríkisstjórninni að undibúa stjórnarskrárbreytingu og breytingu lögum til þess að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin geta borið. Jafnframt sé nauðsynleg að lagafrumvörp verði lögð fram hið fyrsta. Í greinargerð með tillögunni er ekki stungið upp á nýju orði í stað ráðherra en Steinunn Valdís bendir á að leita mætti eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá kæmi vel til greina að auglýsa samkeppni um verðugt orð yfir embættin sem konur hljóti að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum. Í geinargerðinni er enn fremur bent á að karlar hafi haslað sér völl í hefðbundnum kvennastéttum og þar hafi starfsheitum verið breytt. Þannig hafi hjúkrunarkonur orðið hjúkrunafræðingar og fóstrur leikskólakennarar. Um eðlilega og sjálfsagða leiðréttingu hafi verið að ræða. Það sé því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eigi ekki að vera eyrnamerkt körlum. Steinunn Valdís telur að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegnir um orðið herra. ,,Það stríðir ekki einungis gegn málvitund okkar að kona sé herra, heldur er það merkingarlega útilokað að kona sé herra á sama hátt og karl getur ekki verið frú," segir í greinargerð með tillögu Steinunnar. Það sé því mikið réttlætismál að þessum starfsheitum verði breytt. Sömu rök eigi við um stöðuheitin sendiherra og skipherra sem væntanlega séu einnig formlega opin fyrir konur. Steinunn Valdís bendir á að í stjórnarskránni sé talað um ráðherra. ,,Þar sem um brýnt mál er að ræða þarf að athuga hvort hægt sé að breyta starfsheitinu strax á þessu þingi með nauðsynlegum lagabreytingum þó að breytingarnar á stjórnarskránni taki gildi síðar," segir enn fremur í greinargerð þingkonunnar.
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira