Innlent

Netumferð dregst saman eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað

Netumferð á Íslandi hefur dregist saman um allt að sjötíu og fimm prósent eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað á mánudaginn. Framkvæmdastjóri SMÁÍs, samtaka myndréttahafa á Íslandi, hefur fengið fjöldan allan af skilaboðum þar sem honum er óskað alls ills.

Vefsíðunni torrent.is var lokað eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði samþykkti lögbannsbeiðni fjögurra höfundarréttarsamtaka. Á síðunni var hægt að hlaða niður alls konar sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og tónlist. Formleg kæra í málinu verður væntanlega lögð fram á föstudaginn.

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍ, segir að eftir að síðunni var lokað hafi verulega dregið úr allri netumferð á Íslandi.

Þá segir Snæbjörn farir sínar ekki sléttar eftir að lögbannsbeiðninni var framfylgt. Honum hafa borist fjölmargar hótanir og meðal annars þar sem þess er óskað að hann deyji og fái bannvæna sjúkdóma.

Hann segist mögulega ætla að kæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×