Innlent

Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi

Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag.

Stúlkan sakar flugstjórann um gróft heimilisofbeldi en hún er fyrrum unnusta hans.

Annað mál tengt stúlkunni komst í fjölmiðla þegar hún sakaði manninn um að hafa smyglað sér til landsins. Viðtal birtist við hana í Morgunblaðinu en hún mun vera ólögleg hér í landi þar sem hún er ekki með tilskilinn stimpil í vegabréfi. Lögreglan á Suðurnesjum lét hinsvegar það mál niður falla eftir rannsókn.

Stúlkunni var sagt að ef hún yfirgæfi landið þá gæti hún ekki sótt málið sem snýr að heimilisofbeldinu og því er hún enn hér á landi.

Í frétt sem birtist á Vísi í vikunni kom fram í máli stúlkunnar að Rauði Krossinn hefði hvatt hana til þess að leita til fjölmiðla og gera læti úr sínu máli og um leið fá athygli.

Rauði Krossinn hafði samband við Vísi og sagði af og frá að þau hefðu hvatt hana til þess að gera læti. Samtökin hefðu einungis aðstoðað stúlkuna sem var í hræðilegum aðstæðum enda ólögleg í landinu og gæti því hvorki unnið né leitað hjálpar í kerfinu.

Fyrri frétt Vísis um málið má lesa hér



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×