Lífið

Vínkynning í Neskirkju

Steingrímur organisti stendur fyrir vínkynningu í safnaðarheimili Neskirkju.
Steingrímur organisti stendur fyrir vínkynningu í safnaðarheimili Neskirkju.

Á föstudaginn í næstu viku fer fram vínkynning í safnaðarheimili Neskirkju í Vesturbænum. Vínkynningin fer fram í hléi tónleika sem fram fara um kvöldið og eru skipulagðir af Steingrími Þórhallssyni organista sem er að eigin sögn áhugamaður um góðan mat, vín og tónlist.

Aðspurður um þá nýbreytni að bjóða upp á vín í safnaðarstarfi svarar Steingrímur að það sé liður í að gera Neskirkju að eins konar suðupotti fyrir menningarstarf í Vesturbænum.

Hann segir að margir virðist vera á þeirra skoðun að innan kirkjunar séu eintómir ofstækismenn en viðburðurinn á föstudaginn í næstu viku séu liður í að sýna að svo sé ekki.

"Kirkjan er nefnilega fyrir fólkið," bætir Steingrímur við.

Á tónleikunum verður fluttur Brandenborgarkonsert með nýju sniði og tvær kantötur eftir Händel.

Vínkynningin verður í hléi.

Dagskráin hefst kl. 20.00 næsta föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×