Blogg blaðamanns ekki brotlegt við siðareglur Andri Ólafsson skrifar 26. nóvember 2007 20:43 Rannveig Rist kærði blaðamann til siðanefndar vegna bloggfærslu sem hún telur hann hafa skrifað. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira