Innlent

Kompás: Skammbyssur til sölu á svörtum markaði

Fjöldi ólöglegra skammbyssa er til sölu á svörtum markaði á Íslandi. Þetta leiðir rannsókn fréttaskýringaþáttarins Kompáss í ljós en þáttagerðarmönnum tókst að kaupa skammbyssu á tveimur sólarhringum.

Í þættinum er sýnt hvernig þáttargerðarmönnum tókst að verða sér úti um níu millimetra Smith og Wesson byssu sem er nokkuð algengt vopn í Bandaríkjunum. Heimildarmenn þáttarins segja að ekki sé erfitt að verða sér úti um skammbyssu á svörtum markaði á Íslandi en Kompási tókst að verða sér úti um byssuna á tveimur dögum og greiddi fyrir hana 200.000 krónur.

Rúmlega fimmtíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi en árlega gerir lögreglan upptæki tugi skotvopna. Byssunni sem Kompás keypti var skilað til lögreglunnar þar sem henni verður eytt en nánar verður fjallað um málið í Kompási í kvöld.

Í Kompási í kvöld verður einnig fjallað um morðið á Sæbrautinni í sumar. Sagt var frá því í fréttum okkar fyrir stuttu að skotvopnið sem þar hefði verið notað hefði verið fengið án tilskilinna leyfa. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sagði skömmu síðar samtali við fréttastofu í dag rannsóknina enn vera í fullum gangi. Hann sagði að niðurstöður hennar væri að vænta fljótlega og þá yrði aðstandendum gert grein fyrir þeim sem og ríkissaksóknara.

Kompás er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 21:50.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×