Erlent

Konur streyma í kynlífsferðir til Kenya

Óli Tynes skrifar
Masai menn eru hávaxnir og vel á sig komnir.  Og eftirsóttir meðal kynlífstúrista í Kenya.
Masai menn eru hávaxnir og vel á sig komnir. Og eftirsóttir meðal kynlífstúrista í Kenya.

Fullorðnar hvítar konur streyma nú í kynlífsferðir til Kenya, þar sem þær finna sér stæðilega unga karlmenn til þess að deila fríinu með.

Fréttamaður Reuters segir frá tveim breskum konum sem hann hitti í Mombasa. Bethan sem er 56 ára og Allie sem er 64 ára gömul. Þær eru vinkonur og búa við sömu götu í Suður-Englandi.

Á bar í höfuðborginni hallaði Allie hvíthærðum kollinum að öxl fylgisveins síns. Sá var vel yfir sex fet á hæð, 23 ára gamall og tilheyrði Masai ættbálknum.

Hann var með ný sólgleraugu sem hann sagði að hún hefði gefið honum. "Við fáum bæði það sem við viljum. Hvað er neikvætt við það," spurði Allie.

Bethan fylgdist með sínum tvítuga pilti sem var að spila billiard. Hann kom til hennar og kyssti hana. Og fékk meiri smápeninga til þess að halda áfram að spila.

Reuters segir að erfitt sé að nefna tölur í þessu sambandi. Innfæddir giska á að ein af hverjum fimm hvítum konum sem koma einar til landsins séu í leit að fylgdarsveinum.

Julia Davidson við háskólann í Nottingham hefur skrifað um kynlífsferðir vesturlandabúa til fátækari landa. Hún segir að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að margar kvennanna sem fara til Afríku vilja ekki nota smokka í samskiptum sínum við þarlenda.

Það sé töluverð áhætta í Afríku, en konunum finnist þeir ekki passa inn í kynlífsdrauma sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×